Að stífa

Að stífa dúka o.fl.

Það má kaupa tilbúið stífelsi í úðabrúsum í t.d. föndurvöruverslunum og sumum stórmörkuðum, en það er ekkert mál að búa stífelsi í heima fyrir.

Ýmislegt má nota til þess s.s. mjólk, sykur, matarlím og kartöflumjöl:

Uppskriftir

Úr sykri:

3 msk sykur (strá- eða flórsykur)
2,5 dl sjóðheitt vatn

Aðferð:
Sykurinn leystur upp í vatninu og látið kólna nokkuð. Því sem sem stífa á er dýpt í, kreist og undið vel. Lagt til og formað eftir sem við á. Lagt til, t.d. er gott að elggaj litla dúka og annað smátt á frauðplast og slétta vel og festa með títuprjónum í þær skorður sem óskað er. Látið þorna. Ekki strauja.

Úr kartöflumjöli:

2-3 msk
1 dl kalt vatn
ca 5 dl sjóheitt vatn

Aðferð:
Kartöflumjöl og vatn er hrært vel saman , þanhgga- til myndast eins og þykkur grautur. Þynnt með sjóðheitu vatni, þangað til balndan verður glær.  Má þynna með köldu vatni eftir því hve mikill stífleikinn á að verða.
Ef stífa á matar- eða kaffidúka má gera þynnri lög t.d. úr 1-2 msk af kartöflumjöli og þynna með allt að einum lítra af sjóðheitu vatni. Þá er dúkurinn úðaður með blöndunni og straujaður á vægum hita í lokin.
Þegar notað er kartöflumjöl í stífelsið þarf það sem stífa á að vera rakt áður en það úðar eða dýpt í löginn. Straujað með vægum hita.

Úr matarlími:

1 blað matarlím (Husblas)
3 dl sjóðandi vatn

Matarlímsblaðið lagt í bleyti í kalt vatn og látið liggja þangað til það verður mjúkt, vatnið kreist úr og það leyst upp í heitu vatninu.
Því sem stífa á er dýpt í blönduna og undið mjög vel. Ágætt að leggja innan í þurrt handglæði og vinda þannig, fast. Strekkt í það form sem óskað er á, t.d. frauðplastplötu eða lagt á til þess gerð form úr frauðplasi. Látið þorna í ca 10-12 klst. Ekki strauja.
Það má líka leysa uppbleytt matarlímsblaðið í 1 dl af sjóðheitu og vatni og þynna með 2 dl af köldu.

  • Friday, 26 október 2012