Saumahorn Siggu í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands.
Á þessari Vinnusmiðju ætlum við að vingast við saumavélina. Þessi Vinnusmiðja er sniðið fyrir þá sem hafa litla sem enga þekkingu á saumavélinni og farið verður í:
- Grunnatriði saumavélarinnar; þræðing, nálar, saumspor, þráðspenna
- Að taka upp snið að einfaldri tösku
- Samsetningu og saumaskap á tösku
Þátttakendur koma með saumavélina, nálar í vélina og skæri. Allur efniviður í töskusaum er innifalinn í verði.
Skipulag:
- Föstudagur kl. 18:30 – 20:30: Vélarnar settar upp og farið yfir helstu atriði varðandi notkun á vélinni, saumaðar prufur og efni valið fyrir tösku
- Laugardagur kl. 10:30 – 14:30: Tekið upp snið fyrir tösku og taskan saumuð. Gert er ráð fyrir að taskan sé kláruð
Boðið er upp á létta hressingu í hádeginu á laugardegi – kaffi og te á könnunni allan tímann.
Verð kr. 25.000 sem greiðist við skráningu