Tvær Vinnusmiðjur í fatabreytingum á döfinni í nóvember

Við erum byrjaðar að taka á móti skráningum á tvær vinnusmiðjur í fatabreytingum. 

11 nóvember klukkan 18:00 - 22:00 og 17. nóvember 18:00- 22:00 

Fjallað verður um mismunandi möguleika á áframhaldandi notkun; kennt verður hvernig hægt er að breyta flík svo hún öðlist nýtt líf.
Áttu flík sem:
• Passar þér ekki lengur en þig langar að nota?
• Þú hefur keypt en lítið sem ekkert notað?
• Þig langar að „poppa upp“?
Í vinnusmiðjunni förum við saman í hugmyndaflæði varðandi hverja einustu flík. Við hjálpumst að við að finna skemmtilegar lausnir á breytingum og förum í gegnum ferlið „hugmyndaflæði – flokkun – greining – val – framkvæmd“

Skráðu þig hér til að taka þátt