Átta ár frá hruni Rana Plaza

Vikuna 19. - 25. apríl 2021 minnumst við þess að þann 24. apríl 2013 hrundi Rana Plaza byggingin í Bangladesh.

Rana Plaza hýsti fjöldan allan af fataverksmiðjum. Þar störfuðu um 5.000 manns. Fólkið í Rana Plaza var að framleiða fatnað fyrir mörg stærstu tískumerki heims. Yfir 1100 manns létust í hruninu og aðrir 2.500 særðust, sem gerir það að fjórðu stærstu hörmungum iðnaðarins í sögunni. Fórnarlömbin voru aðallega ungar konur.

Harmleikurinn í Rana Plaza varð til þess að heimurinn vaknaði til meðvitundar um aðbúnað verkafólks í fataiðnaðinum. Sjá meira.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is