Verkefnastyrkur - Vitundarvakning um fatasóun

Kvenfélagasamband Íslands hefur fengið áframhaldandi styrk til verkefnisins Vitundarvakning um fatasóun frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðuneytið úthlutaði á dögunum yfir hundrað milljónum til fjölbreyttra umhverfisverkefna. Kvenfélagasambandið er afskaplega þakklátt fyrir styrkinn og hefur nú þegar hafið skipulagningu verkefnisins þetta árið. Vinnuhópur sem Jenný Jóakimsdóttir stýrir mun koma saman á næstu dögum. Þau kvenfélög og kvenfélagskonur sem vilja vera með í vinnuhópnum eru beðnar að hafa samband við Jenný á skrifstofu KÍ. s:5527430

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is