Vitundarvakning um fatasóun - saman gegn sóun

Kvenfélagasambandið hefur fengið áframhaldandi styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna verkefnisins Vitundarvakning um fatasóun.

Við munum því halda áfram að miðla fróðleik til að minnka fatasóun á síðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna og í Húsfreyjunni sem Kvenfélagasamband Íslands hefur nú gefið út í 70 ár. 

Við munum starfa með öðrum aðilum sem vinna að sama markmiði undir merkjum Saman gegn sóun. 

 

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is