- Ef það er berjapressa á heimilinu þá er hún notuð, annars eru berin sett í matvinnsluvél og maukuð vel. Síðan þarf að sigta berin og pressa vel til að ná öllum safanum úr. Best er því tví sigta safann.
- Hitið saft og sykur að suðu, blandið sítrónusafa út í. Setjið í hreinar heitar flöskur og lokið. Einnig má láta sykurinn leysast upp í saftinni án þess að hita hana. .
Þessi uppskrift birtist í 3.tbl Húsfreyjunnar 2020 og er frá Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, fyrrum skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík