Rabarbara- og jarðaberjasaft

3.8/5 hattar (4 atkvæði)
  • Complexity: medium
  • Origin: Saft

Ingredients

  • 1 kg rabarbari í bitum
  • 400 gr sykur
  • Rifinn engifer 1/2 - 1 cm bútur
  • 2-3 box jarðaber eða önnur ber
  • 2 lítrar vatn
  • safi úr 1-2 sítrónum

Directions

  1.  

    • Stráið sykrinum yfir rabarbarabitana og látið standa í 30 mín.
    • bætið jarðaberjum, engifer og vatni í.
    • látið suðuna koma upp og sjóðið með lokið á í 40 mín.
    • takið pottinn af hellunni og látið standa í 1-2 tíma til að kólna
    • hrærið, varlega sítrónusafa út  í og síið.
    • setjið á flöskur og kælið
    • berið fram t.d. með klökum og sítrónusneiðum
    • saftin geymist vel í kæli í nokkrar vikur