Rabarbarasaft án vatns

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 5 kg rabarbari
  • ¼ kg sykur

Directions

  1. Rabarbarinn er hreinsaður, þveginn skorinn í bita og vigtaður. Því næst er hann settur í pott með sykrinum og látinn bíða í sólarhring. Síðan er hann settur í síu, til dæmis á klút, og vökvinn látinn drjúpa niður í pott þar sem hann er hitaður upp í 85 gráða hita. Saftin má ekki sjóða en er látin malla rétt undir suðumarki í hálftíma. Þá er saftin sett á flöskur og lokað vel. Við mælum með því að flöskur séu skolaðar með rotvarnarhreinsi áður en saftin er sett í þær en hann fæst í matvöruverslunum. Tilvalið er að sjóða rabarbarabitana sem eftir eru í sultu eða í graut.