Blandið öllum þurrefnum saman í skál, gott er að halda eftir um 1 dl rúgmjöli til að nota þegar kökurnar eru flattar út. Vætið í með heita vatninu. Hnoðið deigið, ekki of stíft. Fletjið deigið út á borði og pikkið með gaffli. Skerið út kökur, litlar eða stórar. Bakið á eldavélarhellu eða á þurri pönnu við góðan hita. Passið að snúa kökunum oft við baksturinn.
Þessi uppskrift birtist í 3.tbl Húsfreyjunnar 2020 og er frá Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, fyrrum skólameistara Hússtjórnarskólana í Reykjavík