Laufabrauð

3.3/5 hattar (19 atkvæði)

Ingredients

  • Laufabrauð I
  • ¾ l vatn
  • ¼ l rjómi
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • ½ tsk lyftiduft
  • 600-700 g hveiti
  • Kúmen ef vill (ca 1 ½ tsk)
  • Laufabrauð II
  • 3 dl nýmjólk
  • 40 g smjör
  • 2 msk sykur
  • 1 tsk salt
  • ca 500 g hveiti
  • Kúmen ef vill (ca 1 tsk)

Directions

  1. Laufabrauð I
    Vatn og rjómi er hitað að suðu, ef kúmen er notað er það hitað með og síðan sigtað frá.
    Ekki er víst að þurfi allt hveitið svo ágætt er að taka frá ca 100 g og bæta frekar við deigið ef þarf.
    Þurrefnum blandað saman og vætt í með  rjómablöndunni, sem mesti hitinn er látinn rjúka úr.
    Hnoðað þar til deigið sleppir borði og er mjúkt og meðfærilegt. Varast skal að hnoða of lengi því þá verður það seigt.
    Rúllað í lengju og vafið með plastfilmu og geymt á köldum stað í a.m..k. ½ klst.
    Skorið í bita og flatt út mjög þunnt með kökukefli. Skorið undan diski og bökunarpappír lagður á milli þegar staflað er upp.
    Í kökurnar er síðan skorið mynstur með laufabrauðsjárni eftir smekk hvers og eins.Pikkað um leið með hnífsoddi.Kökurnar steiktar í vel heitri feiti og athugið að það tekur mjög stutta stund að steikja hverja köku. Ágætt að nota 2 bandprjóna við að snúa þeim í feitinni.
    Þessi uppskrift gefur ca 25 kökur.

  2. Laufabrauð II
    Mjólk og smjör hitað að suðu og kúmen með ef það er notað. Sama aðferð og með uppskriftina hér að ofan.
    Þessi uppskrift gefur ca 20 kökur. 
    Ath. að skipta má hluta af hveitinu út fyrir heilhveiti eða rúgmjöl ef vill.