Tómata- og appelsínumauk

2.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 1 kg tómatar (vel þroskaðir)
  • 2 appelsínur (börkur af annarri)
  • 1 msk sítrónusafi
  • (skipta má annarri appelsínunni út fyrir 1 sítrónu)
  • 700 g strásykur
  • 1 bréf gult Melatín

Directions

  1. Tómötum dýpt ofan í sjóðheitt vatn og þeir afhýddir.
    Appelsínur þvegnar ( hýðið tekið í þunnu lagi af annarri og skorið í mjóar ræmur) og börkur fjarlægður. Kjötið skorið í bita.
    Tómatar og appelsínur settar í pott og soðið við vægan hita í 50 mínútur. Melatínið hrært út í samkvæmt leiðbeiningum á poka, sykrinum bætt út í og suðan látin koma upp og soðið í 1-2 mínútur.
    Sett í krukkur, viskustykki eða bökunarpappír breitt yfir og lokað daginn eftir.

    Uppskrift: Nanna Sigurðardóttir

    Góð ráð:
    Auðvelt er að ná hýði af tómötum ef þeir eru settir í sigti og síðan ofan í sjóðandi vatn í 1-2 mínútur. Láta svo renna kalt vatn á þá. 
    Ath hýðið næst auðveldar af vel þroskuðum tómötum.

    Þegar ná á ysta lagi af appelsínuberki er best að nota til þess kartöfluskrælara.