Laxakæfa

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 500 g nýr lax, beinhreinsaður
  • 250 g rækjur
  • 175 g majones
  • 175 g sýrður rjómi 10%
  • 350 g þeyttur rjómi (3 ½ dl)
  • 12 blöð matarlímsblöð
  • hvítvín til að leysa matarlímið upp í
  • Sósa
  • 150 g majones
  • 150 g sýrður rjómi
  • ca 2 msk þeyttur rjómi
  • sítrónusafi eftir smekk
  • örlítill sykur
  • hvítvín eftir smekk

Directions

  1. Ferski laxinn er soðinn, kældur og beinhreinsaður. Tættur niður smátt með gaffli eða hakkaður, ásamt rækjunum, eftir hvað patéið á að vera gróft. Líka má skera fiskinn í litla bita.

  2. Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma og blandið saman við fiskinn.

  3. Þá er matarlímið lagt í bleyti og síðan leyst upp í hvítvíninu og því blandað saman við. Að lokum er þeytta rjómanum blandað varlega saman við. „Patéið“ kælt og skorið í sneiðar. 

  4. Sósa
    Öllu hrært vel saman og borið fram með „patéinu“ ásamt ristuðu brauði.

  5. Fallegt að skreyta með harðsoðnum eggjum í sneiðum, ferskri steinselju og tómatsneiðum. Eða bara því sem manni dettur í hug.