Það má segja að með einfaldari eldamennsku sé að sjóða egg. En ekki er allt sem sýnist eigi útkoman að verða góð.
Suðutími á eggjum fer eftir stærð eggjana.
Hér er miðað við meðalstór egg þ.e. 60-65 gr.
Aðferð I
Ef eggin eru tekin beint úr ísskáp verður að setja þau í pott með köldu vatni.Best er að nota matskeið við verkið.
Látið suðuna koma upp og lækkið hitan.
Tíminn sem suðan tekur fer eftir hvernig við viljum hafa eggin.
Linsoðin: 4-5 mínútur
Meðal soðin egg (brosandi egg): 7 mínútur
Harðsoðin egg: 10 mínútur.
Aðferð II (orkusparandi)
Setjið 4-6 msk af köldu vatni pott. Eggin látin út í og lok yfir.
Látið suðuna koma vel upp.
Slökkvið á plötunni og látið pottin standa áfram á henni.
Nú sýður gufan eggin.
Linsoðin egg: 6 mínútur
Meðal soðin egg: 9 mínútur
Harðsoðin egg: 12 mínútur
Kæld að suðu lokinni eins og áður segir.
Góð ráð á eggin:
Mikilvægt er að setja eggin strax í ískalt vatn að lokinni suðu og kæla þau þannig. Annars halda þau áfram að sjóða og rauðan verður grænleit.
Geyma má harðsoðin egg í allt að vikutíma í ísskáp.
Setjið nokkur korn af grófu salti í vatnið þannig minnka líkurnar á að egg springi í suðu.
Það er miserfitt að ná eggjaskurninni af soðnum eggjum, sérstaklega af glænýjum eggjum.
Eftir sem egg eldast myndast loftgöt í skurnina og auðveldar er að ná henni af.
Egg sem geymt eru lengi í ísskáp taka í sig bragð af öðrum matvælum í gegnum þessi loftgöt.
Aldrei má sjóða egg í skurn í örbylgjuofni, en allt í lagi að brjóta egg og setja í skál sem þolir örbylgjueldun. Hræra skal í egginu áður.