• leidbeiningastod banner1
  • leidbeiningastod banner2

Fréttir og tilkynningar

Umhverfisdagur 23. mars 2019

05. mars 2019
Umhverfisdagur 23. mars 2019

Þann 23. mars nk. mun Kvenfélagasamband Íslands og Leiðbeiningastöð heimilanna bjóða á Umhverfisdag í Kvennheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í tengslum við verkefnið "Vitundarvakning um fatasóun" sem hefur fengið áframhaldandi styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.  á Umhverfisdeginum munu kvenfélagskonur setja upp saumaverkstæði og aðstoða við minniháttar viðgerðir og breytingar á fatnaði, settur verður upp fataskiptimarkaður þar sem gestir geta mætt með vel með farin fatnað sem ekki er lengur í notkun og skipta honum í annað sem nýtist betur. Það verður markaðsstemmning á svæðinu, kaffi og vöfflusala ásamt því sem boðið verður upp á fræðslu og fyrirtæki og einstaklingar verða með kynningar á umhverfisvænum vörum og þjónustu sem tengist sóun og endurnýtingu. Allir eru boðnir velkomnar og búist er við góðri mætingu.    Sjá viðburðinn á facebook

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Þjónusta Leiðbeiningastöðvar heimilanna er gjaldfrjáls og öllum opin:

Opnunartími:
þriðjudaga kl. 10-12
fimmtudaga kl. 13 - 15

 552 1135

Fyrirspurnir má einnig senda á
lh@leidbeiningastod.is

SKJÖL TIL ÚTPRENTUNAR

Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 4900 árið 2017 fyrir fjögur tölublöð.  Blaðið í lausasölu kostar 1595 kr.

LEIÐBEININGASTÖÐIN Á FACEBOOK

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is