Hrákaka með berjum

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Hrákaka með berjum

Ingredients

 • Botninn:
 • 2 dl möndlur
 • 1 dl steinlausar döðlur
 • 1 dl fíkjur
 • Smá salt
 • ----
 • Fylling:
 • 4 dl kasjú hnetur (lagðar í bleyti í minnst 5 tíma eða yfir nótt)
 • 2 stk lime
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk malað engifer
 • 1 dl kókosolía
 • 1/2 dl hunang
 • 3 dl hindber eða önnur ber ef vill (afþýdd eða fersk)

Directions

 1. Blandið saman í matvinnsluvél öllu því sem á að fara í botninn. Þrýstið niður í lausbotna form. Gott að setja bökunarpappír undir botninn.

   

 2. Gerið nú fyllinguna í sömu skál. Blandið vel saman öllum innihaldsefnum í fyllinguna nema hindberjunum. Hitið kókosolíuna og bætið við ásamt hunanginu. Skolið lime vel og rífið börkinn af öðru þeirra og bætið við.  Kreistið safann úr báðum og setjið saman við. Blandið í matvinnsluvélinni þar til fyllingin er orðin rjómakennd. 

 3. Bætið nú við hindberjunum og blandið létt saman við. Smakkið.

 4. Setjið nú fyllinguna yfir botninn og þrýstið heilum berjum niður sem skraut (ef vill). Setjið plastfilmu yfir og frystið þar til kakan er orðin stíf. 

 5. Takið kökuna úr frysti hálftíma áður en hún er borin fram, skreytið með berjum eða eða berið fram með berjasósu.

   

   

   

   

   

  Þessi uppskrift er frá finnska kvenfélagasambandinu.  

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is