Fyllt lambalæri með spínati og rjómaosti

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • Fyllt lambalæri:
 • 2 kg úrbeinað lambalæri
 • 2 tsk timian
 • salt og pipar
 • Marinering:
 • 2 dl olívuolía
 • 1/2 búnt ferskt timian
 • 1 tsk rósmarín
 • 2 - 4 hvítlauksrif
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1 - 2 msk Agave síróp
 • 1 dl maukaðir tómatar í dós
 • Fylling:
 • 100 g sveppir
 • 200 g spínat
 • 200 g rjómaostur
 • 1 tsk múskat
 • 1 - 2 tsk salt
 • 1 tsk grófur svartur pipar
 • 4 msk olía/smjör
 • Soðsósa:
 • 1 - 2 skallott laukar
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 msk olía
 • 1 dl hvítvín
 • 3 dl soð (af kjötinu + vatn og kraftur ef þarf)
 • 3 msk kryddjurtir
 • 2 msk sósujafnari
 • 2 msk smjör
 • salt og pipar eftir smekk

Directions

 1. Blandið öllu saman í marineringuna.

 2. Úrbeinið lambalærið (eða kaupið úrbeinað læri) og leggið í marineringu í 2 - 4 klst. 

 3. Saxið sveppi og spínat smátt og steikið upp úr olíu. Setjið í sigti og látið vökvann renna af svo fyllingin verði ekki of blaut.

 4. Hrærið steiktu grænmetinu saman við rjómaostinn og kryddið.

 5. Takið kjötið úr marineringunni, setjið fyllinguna í miðjuna og vefjið kjötið þétt saman með garni eða setjið net utan um rúlluna. Kryddið með salti og pipar og timian. Brúnið rúlluna á öllum hliðum á pönnu, setjið í ofn við 170°C í 1 klst. 

  Berið fram með soðsósu og bökuðum eða brúnuðum kartöflum.

 6. Verklýsing fyrir soðsósu:

  Saxið lauk og hvítlauk smátt, léttsteikið i olíu. Bætið soði, hvítvíni og kryddi saman við og sjóðið um stund.  Þykkið með sósujafnara og smjöri. Kryddið. 

   

  Tilvalið að hafa rauðkálssalat sem meðlæti. 

   

  Þessi uppskrift birtist í 1. tbl Húsfreyjunnar 2012

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is