Sviðasulta

3.1/5 hattar (17 atkvæði)

Ingredients

  • 4-5 sviðakjammar (magn fer eftir því hvað sultan á að fara í stórt mót)
  • Kalt vatn svo fljóti yfir.
  • 2-3 msk salt
  • Lambasúpukraftur ef vill.

Directions

  1. Sviðahausarnir eru skolaðir vel og hreinsaðir. Soðnir í vel söltu vatninu í ca 1 1/5 - 2 klst. eða þangað til kjötið losnar auðveldlega frá beinunum.
    Færðir upp á fat og soðið látið renna vel af þeim. Hluta af soðinu haldið til haga og látið í skál eða annað ílát og súpukrafti bætt út í, ef vill. Þarf ekki mikið en gefur aukið bragð.

  2. Mesti hitinn látinn rjúka úr kjömmunum og kjötið hreinsað frá. 
    Brytjað fremur gróft.

  3. Sett í form eða mót, 1,5 l mót er hæfilegt. 
    Soðinu hellt yfir, þannig að fljóti vel á milli bitanna og helst þarf að fylla vel að brún. Gæta þarf samt að því að hafa mátulegt af soði, annars verður sultan laus í sér.  

  4. Látið kólna og farg sett ofan á ofan, lokað vel og kælt í kæliskáp.
    Sultan geymist vel í kæli í rúml. vikutíma.