Stollen

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • Deig
  • 500 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 200 g sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • örlítið salt
  • 1 tsk möndludropar
  • 3 msk dökkt romm
  • rifinn börkur af ½ sítrónu
  • á hnífsoddi kardimommur og múskat
  • 2 egg
  • 175 g smjör
  • 250 g skyr (hreint og óhrært)
  • 125 g rúsínur
  • 125 g kúrenur
  • 125 g valhnetur ( muldar)
  • 50 g súkkat
  • 250 gr marsipan
  • smjör
  • flórsykur

Directions

  1. Öllum hráefnum deigsins blandað saman og hnoðað. Skiptið deiginu í tvennt fyrir tvö Stollen-brauð eða bakið eitt stórt. Deigið flatt út í ílangan ferning (um 1-2 cm á þykkt).

    Marsipaninu er pakkað inn í deigið með þessum hætti: Skerið marsipanið í strimla og leggið langsum á miðju ferhyrningsins, en ekki alveg út að enda. Brjótið fyrst upp á endana og leggið síðan hliðarnar yfir marsipanið (fyrst aðra og síðan hina, og mótið með höndunum svo úr verði fallegt brauð). Látið samskeytin snúa upp.

    Bakið við 175º C í 1- 11/2 klst., fer eftir stærð brauðsins.

    Takið úr ofninum og makið brauðið með smjöri á meðan það er heitt og tekur við smjörinu. Stráið flórsykri yfir.

    Stollen geymist vel og er því hægt að baka það þó nokkru fyrir jól. Sumir segja að það batni með aldrinum. Sigtið meiri flórsykur yfir brauðið rétt áður en það er borið fram.

     

    Uppskrift: Elfriede Tómasson og Steinunn J. Sveinsdóttir.

    Húsfreyjan 4tbl. 2008