Rauðspretta í ofni

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 3-400 g rauðsprettuflök, roðflett
  • 250 g spínatblöð
  • 10 g smjör
  • 2 dl matvinnslurjómi
  • 75-100 g rifinn ostur
  • örl. múskat
  • salt og pipar

Directions

  1. Spínatið er skolað og stilkarnir teknir af ef vill.
    Steikt í smjöri á pönnu þangað til það byrjar að skreppa saman. Saltað og piprað.
    Sett á botn í eldföstu móti.
    Fiskiflökin skorin í lítil stykki, söltuð aðeins og raðað yfir spínatið.
    Rjóminn kryddaður með ögn af pipar og múskati og honum hellt yfir fiskinn.
    Að lokum er rifnum osti dreift yfir réttinn.
    Steikt í forhituðum ofni við 220° hita í ca 20 mínútur.

    Meðlæti
    Soðin hrísgrjón, gott brauð og smjör.