Rækjukokteill

4.0/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • nokkur fersk salatblöð t.d. jökla- eða jólasalat
  • 1 stk mangó, vel þroskað
  • 300 g rækjur
  • Sósa
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 dl rjómi þeyttur
  • 1-2 tsk sítrónusafi
  • 2 msk tómatsósa
  • 1 msk vorlaukur smátt saxaður
  • 1 msk þurrkað dill
  • smávegis af hvítvíni ef vill
  • salt og pipar eftir smekk
  • dillgreinar ef vill

Directions

  1. Salatblöðin eru rifin niður og skálar klæddar að innan með þeim. Mangóið skorið í fremur litla bita og þeim og rækjum blandað saman og sett í skálarnar.

    Sósan löguð þannig að sýrðum rjóma og rjóma blandað vel saman, hrært vel og öðru hráefni bætt út í. Smakkað til með salti og pipar.

    Sósunni er síðan dreift yfir rækju- og mangókokteilinn og skreytt með sítrónu sneiðum og ferskum dill greinum ef vill.

    Borið fram vel kælt með ristuðu brauði.