Rabarbarasulta

4.0/5 hattar (13 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg rabarbari
  • 600 g strásykur
  • 200 g púðursykur (dökkur)

Directions

  1. Rabarbarinn er þveginn og þurrkaður. Brytjaður niður í frekar smáa bita og hýði sem er orðið brúnt fjarlægt.
    Sett lagskipt á móti sykri í góðan pott. Suðan látin koma upp og soðið við vægan hita þangað til sultan fer að þykkna.
    Ágætis viðmið er, að ef trésleif er stungið í miðjan pottinn og hún stendur kyrr, þá ætti sultan að vera fullsoðin.
    Sultan sett í vel hreinsaðar krukkur, lokað strax og geymd á köldum stað.

    Ath. Ef rabarbarinn og sykurinn er sett í pott deginum áður en sultan er soðin þarf hún skemmri suðutíma.