Rabarbaragóðgæti

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • ½ kg rabarbari
  • ½ dl sykur
  • 2 dl púðursykur
  • 2 tsk. kanill
  • 2 egg
  • 1 dl hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 ½ dl muldar heslihnetur eða ristað kókosmjöl

Directions

  1. Rabarbarinn er skorinn í bita og dreift á botninn á eldföstu móti. Sykri og kanel blandað saman og stráð yfir, því næst púðursykri. Formið er sett í ofn og hitað við 180˚ C í 10 mín.
    Egg og sykur eru þeytt vel saman, hveiti, lyftidufti og hnetum eða kókosmjöli síðan bætt við. Blöndunni er hellt yfir rabarbarann í forminu og kakan bökuð á neðstu rim við 180° C í 20-30 mín. Borið fram með ís eða þeyttum rjóma.