Lasagne úr því sem til er

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 1 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • sellerírót, smá biti
  • 1 lúka af spínati
  • nokkrar strengjabaunir
  • 1 dós niðurstoðnir tómatar (eða gamlir tómatar)
  • 1 lítil dós tómatpúrra
  • 1/2 - 1 msk sterkt sinnep
  • 1 krukka af hvítum, soðnum baunum
  • 2 tsk oregano
  • 2 tsk basilika
  • 1 tsk paprikudkrydd (má sleppa)
  • salt og pipar
  • Hvít sósa
  • 50 gr. smjör
  • 50 gr hveiti
  • 5-6 dl mjólk (eða annar vökvi)
  • 1 tsk rifið múskat
  • 1 tsk salt og 1/2 tsk hvítur pipar
  • 6-7 niðurskornar soðnar kartöflur eða lasagneblöð

Directions

  1. Svissið laukinn og bætið brytjuðu grænmetinu saman við.

    Setjið tómata og tómatmauk saman við og kryddið.

    bætið við vatni (um 2 dl) sósan má ekki vera of þunn.

    Látið malla á meðan að sósan er búin til.

    Sósa

    búið til smjörbollu með því að bræða smjörið og hræra hveitinu saman við. 

    Mjólkinni er bætt við í smáum skömmtum og alltaf að hræra í. Bætið vökva í ef sósan er of þykk. 

    Kryddið og látið malla í 5 mínútur

    Setjið smá sósu í botninn, síðan helminginn af tómatsósunni og raðið niðursneiddum kartöflum ofan á. Hellið hvítri sósu yfir.

    Endurtakið og endið með hvítri sósu efst. 

    Stráið rifnum osti yfir og t.d. grænu pestói ef það er til.

    Bakið við 180 °C í 30 mín