Kryddað jólabrauð

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 50 g smjör
  • 2 dl mjólk
  • 1 dl vatn
  • 25 g ger eða 2 ½ tsk þurrger
  • 1 egg
  • ca 600 g hveiti
  • 50 gr strásykur
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk múskat
  • ½ tsk kardimommuduft
  • ½ tsk negulduft
  • 100 g rúsínur eða aðrir þurrkaðir ávextir
  • 150 g sykraður appelsínu- eða sítrónubörkur
  • 100 g valhnetukjarnar
  • Til penslunar:
  • 15 g smjör
  • 1 tsk sykur

Directions

  1. Smjör og mjólk hituð saman í potti og köldu vatninu bætt út í þannig að vökvinn verði um 37° heitur og gerið látið leysast upp í honum.

  2. Sett í hnoðunarskál. Mjöli, sykri, salti og kryddi bætt í. Hnoðað vel og ávextir og hnetum blandað síðast saman við.

  3. Breytt yfir deigið og látið hefast í 1 klst.

  4. Hnoðað upp aftur í höndum og sett í vel smurt smelluform og látið hefast þar í 1 ½ - 2 klst.

  5. Brauðið penslað með bræddu smjöri og sykri stráð yfir. 

  6. Bakað í ca. 45 mínútur við 185° hita, þá er brauðið tekið varlega úr forminu og bakað áfram í 10 mínútur til að fá skorpu á það.
    Látið kólna á bökunargrind.