Ísterta

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • Botnar:
  • 4 eggjahvítur
  • 120 g strásykur
  • 1/2 dl flórsykur
  • 100 g heslihnetukjarnar, malaðar
  • Fylling
  • 150 g suðusúkklaði
  • 1 1/2 dl vatn
  • 90 g strásykur
  • 5 eggjarauður
  • 2 msk gott kakóduft
  • 100 g valhnetukjarnar
  • 1/2 líter rjómi
  • Til skrauts:
  • 1/4 l rjómi
  • og t.d. súkkulaðihjúpuð jarðarber

Directions

  1. Byrjað er að gera botnana, jafnvel deginum áður.
    Eggjuhvíturnar eru stífþeyttar og strásykrinum bætt út í í litlum skömmtum og þeytt vel á milli.
    Flórsykrinum bætt í þegar eggjahvítumassinn er alveg stífur og að síðustu er möluðum heslihnetukjörnum hrært saman við.
    Teiknið tvo hringi á bökunarpappír (24-26 í þvemál).
    Deigið sett ofan á og bakað við 125° í 40-45 mínútur.
    Teknir varlega af pappírnum og kældir á bökunargrind.

    Fylling:
    Rjóminn stífþeyttur og geymdur í kæliskáp.
    Suðusúkkulaðið brætt í vatnsbaði.
    Eggjarauður hrærðar saman í hrærivélaskál.
    Vatni og strásykri blandað saman í pott og hitað suðu og hrært vel í á meðan. Látið sjóða í 2 mínútur.
    Sykurleginum hellt í mjórri bunu út i eggjarauðurnar og þeytt vel þangað til blandan kólnar og þykknar.

    Bræddu súkkulaðinu blandað vel saman við og kakói og valhnetukjörnum bætt út í.
    Þeyttum rjómanum bætt út í og hrært í eggjakremið.

    Nú er annar botninn settur í botn á smelluformi og eggja/súkkulaðikremið hellt yfir og að síðustu botn númer 2, þrýst léttilega á hann og álpappír breiddur yfir og lokað vel í kantana.
    Sett í frysti í a.m.k. 5 klst. Þá er tertan tekin út hringurinn á forminum tekinn af og skreytt. Þeyttum rjóma smurt yfir alla tertuna og búnir til toppar ofan á hana. Einnig má setja súkkkulaði hjúpuð jarðarber eða önnur ber á til skrauts.

    Uppskrift: Edda Halldórsdóttir