Hrútaberjahlaup

2.6/5 hattar (11 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg hrútaber
  • örl. vatn
  • 1 kg strásykur á móti hverjum lítra af saft
  • safi úr einni sítrónu

Directions

  1. Hrútaberin eru tínd af stilkunum og sett í pott með ca botnhyl af vatni og soðin við vægan hita þar til þau springa. Hellt í gegnum grisju eða sigti. Allt í lagi að kreista aðeins.
    Saftin mæld í pott, sítrónusafanum bætt út í og soðið í 5 mínútur.
    Potturinn tekin af hellunni og sykrinum hrært saman við.
    Hrært þangað til sykurinn er uppleystur. Þá er nóg að gert og hlaupinu hellt í hreinar krukkur og lokað strax.