Hrísgrjónabrauð

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 550 g hveiti
  • 2 tsk salt
  • 4 dl vatn, volgt
  • 1 msk matarolía
  • 2 dl hrísgrjón, soðin
  • 1/2 bréf þurrger
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk kóríander eða oreganó, þurrkað

Directions

  1. Vatni, hrísgrjónum, þurrgeri, salti og matarolíu er blandað saman í skál og látið standa uns gerið fer að lifna við.
    Hveitinu blandað smám saman út í, ágætt að nota sleif við verkið. Hrært og hnoðað þangað til degið er orðið samfellt.
    Breitt yfir skálina og deigið látið hefast í ca 1 klst.
    Hnoðað upp með hveiti ef þarf og mótað brauð, annað hvort ílangt eða kringlótt.
    Sett á smjörpappír á bökunarplötu og nú látið hefast í ca 30 mínútur.
    Penslað með köldu vatni og bakað við 220° í 35-40 mínútur.

    Gott sem meðlæti með krydduðum mat eða góðu mauki.
    Nota má það krydd sem okkur lystir í brauðið eða hreinlega sleppa því.