Hindberjasnúðar

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 25 g ger
  • 2 dl mjólk
  • 100 g soðnar kartöflur
  • 450 g hveiti
  • 2 msk strásykur
  • ¼ tsk salt
  • 3 msk smjörlíki
  • Ennfremur:
  • 1 dl hindberjasulta
  • 1 egg til að pensla með
  • 2 msk kókosmjöl

Directions

  1. Gerið er leyst upp í volgri mjólkinni. Kartöflurnar stappaðar og þær ásamt þurrefnum, gervökva, eggi og feiti, sett í skál og hnoðað vel saman.
    Deigið látið hefa sig undir klút í ca 30 mínútur.
    Deigið slegið niður, hnoðað og flatt út í 40x40 stóra köku. Hindberjasultan smurð ofan á og kökunni rúllað upp. Skorin í 20 sneiðar u.þ.b. 2ja cm breiðar, sem raðað er á bökunarplötu, gjarnan með bökunarpappír, og látið hefast undir klút í ca 15 mínútur.Snúðarnir penslaðir með samanhrærðu eggi og kókosmjölinu stráð yfir.
    Bakaðir við 200° hita í 15 mínútur. Látnir kólna á bökunargrind.
    Má frysta.

    Ráð
    Það má að sjálfsögðu nota aðra sultu í snúðana, gæta bara að því að hún sé frekar þykk.