Grilluð sjóræningja kjúklingaspjót - með cayenne pipar og lime

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
  • Ready in: 30 mín. + marinering í 6 klst.
  • Complexity: easy
  • Origin: Kjúklingur

Ingredients

  • 6 beinlaus kjúklingalæri, takið skinnið af. Skerið lærin í 4 jafna bita.
  • ---------
  • Marinering:
  • 2 vorlaukar
  • 1 lúka af ferskri steinselju
  • 2 hvítlauksgeirar
  • ¼ tsk cayenne pipar
  • 2 matskeiðar lime safi
  • 2 matskeiðar ólifuolía
  • ---------
  • Lime og Chilí sósa:
  • 3 matskeiðar lime safi
  • 2 matskeiðar olífuolía
  • 3 matskeiðar steinselja, fínsöxuð
  • 2 teskeiðar rósmarín, saxað fínt.
  • 1 stór rauður chilli, saxið fínt
  • 4 vorlaukar, fínt skornir

Directions

  1. Setjið kjúklinginn í glerskál eða á djúpan disk.

    Látið hráefnið í marineringuna í matvinnsluvél og búið til mauk. Nuddið maukinu yfir allan kjúklinginn.  Hyljið og geymið í ísskáp í allavega sex klukkustundir eða yfir nótt. 

    40 mínútum áður en þú byrjar að grilla.

    Settu allt hráefnið sem fer í sósuna í skál og helltu 125ml  af sjóðandi heitu vatni yfir, hrærðu vel í og settu til hliðar.

    Skelltu tréspjótunum í vatn í minnst 30 mín.

    Taktu kjúklinginn út úr ísskápnum allavega 30 mín áður en þú byrjar að grilla. Þræddu kjúklingabitunum upp á spjótin, þrjá bita á hvert spjót.

    Grillun

    Stilltu grillið á hæstu stillingu, leyfðu því að hitna vel.

    Grillaðu spjótin í 8 - 10 mínútur, eða þar til þau eru steikt i gegn. Snúðu þeim oft.

    Berðu fram með Lime og Chillí sósunni og njóttu með fjölskyldu og/eða vinum.