Graskersbaka með rúsínum

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • Bökudeig:
  • 175 g hveiti
  • 80 g smjör
  • 1 - 2 msk kalt vatn
  • Fylling:
  • 1 kg graskers kjöt (skafað innan úr graskeri)
  • Rifinn börkur og safi úr tveimur sítrónum
  • 3 stk egg
  • 2 dl púðursykur
  • ½ tsk malað múskat
  • 2 tsk malaður kanill
  • 1 dl rúsínur (má sleppa)

Directions

  1. Passar í eitt 24 cm bökuform

    Hnoðið saman hveiti, smjör og kalt vatn, fletjið út og klæðið formið.
    Notið gaffal eða prjón til stinga í bökudeigið og setjið inn í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur.
    Forbakið bökuskelina í ofni í ca. 15 mín á 200 °C.
    Skerið graskerskjötið í teninga og sjóðið í eins litlu vatni og þið komist af með þar til það er orðið mjúkt. C.a 30 mín.
    Maukið soðið graskerið með töfrasprota eða matvinnusluvél, blandið síðan öllu innhaldi saman. 

    Hellið fyllingu í bökuskelina og bakið bökuna við 190°C í ca. 25 mín.
    Berið bökuna fram heita, volga eða kalda með þeyttum rjóma.