Glútenlaust rúgbrauð

1.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 7-8 dl vatn
  • 100 gr hörfræ
  • 10 þurrkaðar apríkósur
  • 1 msk hunang
  • 40 gr ger
  • 150 gr gróft rismjöl
  • 2 msk Fiber husk
  • 150 gr hirsiflögur
  • 100 gr maismjöl
  • 100 gr gróft bókhveiti
  • 3 tsk salt
  • 100 gr sólblómafræ
  • 2 tsk steytt kóriander, má sleppa

Directions

  1. Aðferð

    Leggið hörfræin í bleyti í 4 dl vatn í klukkustund eða lengur. Blandið síðan apríkósunum saman við.

    Blandið gerinu við hunangið og látið standa í 10 mín.

    Blandið fiber huskinu saman við 3 dl vatn og hrærið vel. Mjög gott að setja þetta í matvinnsluvélina í nokkrar mín.

    Blandið öllu hráefninu saman, hrærið og bætið við vatni ef deigið er of þykkt.

    Setjið í form og breiðið yfir rakan klút og látið hefast í 1 klst. eða lengur

    Bakið í neðstu rim í 70-80 mín. við 190 °C með blæstri