Fylltir kartöflubátar

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 4 bökunarkartöflur
  • 150 g kotasæla
  • 50 gr Goudaostur 26% eða annar frekar feitur ostur
  • 1 msk laukur fínt saxaður
  • 1 msk þurrkað timjan
  • svartur pipar
  • salt

Directions

  1. Kartöflurnar eru soðnar þar til þær eru meyrar, þ.e. þegar auðvelt er að stinga prjóni í gegnum þær.

    Kældar og síðan skornar í tvennt í jafna helminga, þeir holaðir að innan með skeið og sett í skál og stappað. Öðru sem á að fara í fyllinguna blandað saman við og hrært vel. Salta aðeins og pipra.

    Hræran sett í kartöflubátana og þeim raðað á álpappír á bökunarplötu.

    Grillað í ofni í 6-8 mínútur. Gætið vel að hvað tímanum líður svo að þær brenni ekki.

    Má líka bera fram með grænmetisréttum og eða salati.