Fyllingar í bolludagsbollur

3.3/5 hattar (3 atkvæði)

Directions

  1. Þeyttur rjómi er að sjálfsögðu ómissandi í rjómabollur. En það er hægt að nota ýmislegt góðgæti annað í bollurnar:
    Marsipan skorið í sneiðar eða rifið niður og lagt á milli í bollurnar auk sultu og rjóma.
    Líka má rífa marsipanið út í þeyttan rjóma.
    Ávextir t.d. jarðarber, bláber eða hindber eru tilvalin og mjög gott að merja og blanda út í þeyttan rjóma.
    Ef notuð eru frosin ber er mátulegt að blanda saman 2 dl af berjum og 2 dl af rjóma (þeyttum).
    Eins má stappa banana og setja út í rjómann. (2 ½ dl rjómi og 2 bananar).

  2. Súkkulaði rjómi
    2 ½ dl rjómi
    1 msk flórsykur
    2-3 msk kakómalt eða eftir smekk
    Rjóminn þeyttur og hinu bætt út í áður en hann er fullþeyttur.

    Vanillukrem er mjög gott sem fylling í bollur.
    Sultur af ýmsum gerðum er tilvaldar á milli í bollur. Rifsberja- eða bláberja- eða krækiberjahlaup eru líka góður kostur.

  3. Ofan á bollur:
    Suðusúkkulaði brætt með ögn af matarolíu á einkar vel við ofan á vatnsdeigsbollur.
    Núgga brætt í vatnsbaði er tilvalið ofan á bollur. Gæta vel að því að ekki fari vatn í skálina, þá verður það hart.
    Sykurbráð (glassúr) er auðvelt að útbúa. Þá er flórsykur hrærður út með t.d. appelsínu- eða sítrónusafa, góðu víni, Smávegis af heitu vatni (gerir bráðina fallega gljáandi) og ögn af matarolíu.
    Súkkulaðisykurbráð er gerð á sama hátt nema þá er sett kakó, sjóðandi heitt vatn og olía saman við flórsykur. Hrært þangað til bráðin er mátulega þykk.
    Flórsykur, þá er honum sáldrað með sigti yfir bollurnar.

    Hlutföll flórsykurs og vökva í sykurbráð er ca 230 g flórsykur á móti 2 msk af vökva.