Dillgrafinn lax og bláberjagrafinn lax

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg lax
  • 2 msk salt
  • 1 msk hrásykur
  • 1 tsk piparkorn
  • 2 msk saxaður laukur
  • dill (þurrt eða ferskt)
  • ---------
  • Bláberjalögur:
  • 50 g bláber
  • 2 msk balsamikedik
  • 1 msk hunang
  • --------
  • Rjómaostasósa með dilli:
  • 200 g rjómaostur
  • 2 msk hunang
  • 1/2 tsk salt
  • 2 msk dill
  • nokkrir dropar af sósulit eða sojasósu til að fá dekkri lit

Directions

  1. Verklýsing:

    1. Setjið dill á álþynnu eða fat og laxaflak ofan á með roðhliðina niður.

    2. Blandið saman salti, kryddi, sykri, smátt söxuðum lauk og stráið yfir flakið.

    3. Leggið flökin saman með dilli á milli , með roðhliðina upp og sprðendana sinn í hvora áttina. Stráið dilli yfir.

    4. Pakkið álþynnunni vel utan um og geymið laxinn í 1 - 2 sólarhringa í kæli. Snúið pakkanum einu til tvisvar sinnum á meðan. 

    5. Skafið kryddið að mestu af og geymið annað flakið í frosti (betra að skera graflax hálffrosinn)

    6. Maukið saman bláber, balsamik og hunang og hellið yfir hitt flakið. Geymið í kæli í 4-5 klst.

    7. Berið laxinn (báðar tegundir) fram með rjómaostadillsósu. 

  2. Þessi uppskrift birtist í matarþættinum í jólablaði Húsfreyjunnar 2012