Átta ráð til að nýta kartöflur

Það er hægt að nýta kartöflur í annað en til átu. Hér finnur þú nokkuð sniðug ráð. 

kartaflan

 Kartöflur eru vinsælar og flest eigum við þær alltaf til. Kartöflur eru ekki bara góðar til að borða, það er hægt að nýta þær og safann úr þeim á ýmsa vegu.

Hér eru 8 atriði um hvernig kartaflan getur komið að góðum notum

1. Fjarlægja ryð.
Hnífar eiga það til að ryðga, það gerist þegar raki liggur á hnífsblaðinu. Vegna þess að það er oxalsýra í kartöflum eru þær tilvaldar til að fjarlægja ryð. Skerið kartöfluna til hálfs og rennið yfir hnífsblaðið og látið safann úr kartöflunni liggja á í smástund og hnífurinn verður sem nýr.

2. Pússa yfir silfrið og skartgripina.
Margir fægilegir sem við notum á silfrið og skrtgripina okkar eru fullir af skaðlegum efnum. Að nota vatnið sem við sjóðum kartöflurnar í er náttúruleg leið til að fægja og hreinsa silfrið. Geymdu vatnið sem þú sauðst kartöflurnar í og leggðu silfrið og skartgripina ofan í, í um 30 mínútur. Taktu svo upp úr og fægðu vel með hreinum mjúkum klút. Nú eru silfrið og skartgripirnar laus við skaðlegu efnin úr fægileginum sem þú notaðir síðast og eru skínandi fínir.

3. Hreinsa gler.

Flestir hafa prufað að nota dagblöð, allskonar klúta og efni til að pússa gler sem er orðið ljótt og skítugt. En ekki víst að þú hafir prófað að nota helming af kartöflu og þvo gluggann með safanum úr henni. Svo er þurrkað yfir glerið með þurrum klút, þannig færðu skínandi hreint gler.

4. Meðhöndla skordýrabit.

Ef þú ert svo óheppin að hafa fengið skordýrabit, getur þú meðhöndlað þau með kartöflu. Skerðu kartöfluna í skífur og þrýstu á bitið. Ef bitið er stórt og mikið bólgið er hægt festa skífuna við bitið með plástri. Kartaflan dregur úr kláða og verkjum vegna bitsins.

5. Pússa skóna.

Áttu ekki til skóáburð? Notaðu þá kartöflu. Skerðu kartöfluna til helminga og nuddaðu henni beint á leðurskóna, alveg eins og með skóáburðinn þá verða þeir í fyrstu mattir, en ef þú lætur safann úr kartöflunni vinna í 7 – 10 mínútur og þurrkar svo yfir með þurrum klút færðu þá aftur til að glansa alveg eins vel og ef þú hefðir notað skóáburð.

6. Fjarlægja brotið gler.

Til að fjarlægja brotið gler af gólfinu, getur þú notað helming af stórri kartöflu til að ná upp smáum glerbrotum eins og þú værir með svamp. Ef þú hefur brotið ljósaperu í ljósi getur þú notað kartöflu til að snúa brotnu ljósaperunni úr.

7. Draga úr bólgnum og þreyttum augum.

Of lítill svefn getur myndað bólgin augu. Þunnar kartöfluskífur geta gert kraftaverk. Leggðu kartöfluskífu á hvert auga og leggðu þig með þær á augunum í 20 mínútur eða svo. Ef þú átt það til að fá dökka bauga undir augun þá geta kartöflur hjálpað. Margir vilja meina að það sé mun betra en að nota agúrkusneiðar einsog margir þekkja vel.

 8. Ná móðu af speglinum.

Allir þekkja hversu pirrandi það getur verið að sjá ekkert fyrir móðu á speglinum eftir baðið eða sturtuna. Kartaflan hjálpar okkur þarna. Nuddaðu hálfri kartöflu yfir spegilinn og láttu safann þorna. Þurrkaðu burt rendur eftir kartöflusafann með því að fægja vel yfir.

 

 

 

 

 

 

heimildir: thealternativedaily.com, boldsky.com

 

 

JJ/2018

 

 

  • Tuesday, 18 september 2018