Fræðsluefni

Ávextir

Það eru margvísleg rök fyrir því að hvetja alla, unga sem aldna til að neyta daglega ávaxta og grænmetis.
Hollusta þessa fæðuflokks er löngu hafin yfir nokkurn vafa og samkvæmt ráðleggingum Manneldisráðs, er mælt með að borða 5 stk ávexti + grænmeti, eða sem svarar 400-500 gr á dag.

Börnin með í eldhúsið á aðventunni

Aðventan er yndislegur tími til njóta með börnunum og barnabörnunum. Þau hafa gaman af því að eiga sinn þátt í undirbúningnum. Það er því um að gera að leyfa þeim að taka þátt í sem flestu. Margar fjölskyldur eiga sínar hefðir sem eru endurteknar fyrir hver jól og oft verða þessar hefðir að góðum minningum. Eitt af því sem flest börn hafa gaman af að gera fyrir jólin er að hjálpa til í eldhúsinu.

Við tókum til nokkur góð ráð og tvær uppskriftir sem ekki þarf að baka og henta sérstaklega vel fyrir börn og fullorðna. 

Efnafræði þrifanna - pH gildi hreinsiefna

Basískar lausnir eru betri í að ráðast gegn óhreinindum, fitu, prótínum og öðrum lífrænum efnum. Súrar lausnir vinna betur á kalki, ryði og öðrum steinefnum. Að þekkja pH gildi efnanna getur því verið gagnlegt.

Fæðuofnæmi - fæðuóþol

Eru ekki eitt og það sama.

Grænmeti

Við fáum stóran hluta þeirra fjör- og steinefna, sem okkur eru nauðsynleg úr nýju og fersku grænmeti. Næringagildi þess er mest þegar það er fullþroskað, þá er það líka bragðmest og safaríkast.

Hvað eru spilliefni?

Hin árlega evrópska Nýtnivika fer fram dagana 17. – 25. nóvember og þemað 2018 er Spilliefni – Tími fyrir afeitrun!

Um Nýtnivikuna: Vikan er samevrópskt átak og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og kaupa minna. Neysla og sóun eru eitt af þessum stóru verkefnum sem við þurfum að takast á við til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Sparaðu stórar upphæðir í jólainnkaupum og minnkaðu matarsóun í leiðinni

Á Íslandi eru ekki neinar rannsóknir sem sýna hversu miklum mat er sóað sérstaklega í kringum jólin. Í Bretlandi var hins vegar gerð rannsókn af Unilever í tengslum við herferðina #ClearAPlate sem sýndi fram á að 4,2 milljón matarskömmtum hefði verið sóað í kringum jólahelgina árið 2014.

Leiðbeiningastöð heimilanna er umhugað um hagkvæmt heimilishald. Kvenfélagasamband Íslands sem á og rekur Leiðbeiningastöðina hefur sl. ár vakið athygli á matarsóun með öðrum samstarfsaðilum og er vefurinn www.matarsoun.is meðal annars afurð þess samstarfs

Tákn og litir rósarinnar

Rósir eru sagðar eiga sitt eigið tungumál. Með því að velja lit rósarinnar er hægt að segja mjög margt og túlka ýmiskonar tilfinningar og tilefni. Hér að neðan er að finna nokkuð ítarlegan lista yfir meiningu hvers lits fyrir sig.   

Gætum þess þó að oftúlka ekki, því það er ekkert víst að gefandinn hafi lesið sér til.

Kannski er liturinn á rósunum sem hann eða hún gaf þér einfaldlega uppáhaldslitur viðkomandi. 

[12  >>  

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is