Vitundarvakning um fatasóun - Umhverfisdagur 17. nóvember nk

Vitundarvakning um fatasóun - Umhverfisdagur 17. nóvember nk

Laugardaginn 17. nóvember næstkomandi mun Kvenfélagasamband Íslands (KÍ)  bjóða alla velkomna á Umhverfisdag í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum frá 11 – 16

Tilefnið er verkefni Kvenfélagasambandsins og Leiðbeiningastöðvar heimilanna „Vitundarvakning um fatasóun“ sem KÍ fékk styrk fyrir frá Umhverfisráðuneytinu á þessu ári.

  • Kvenfélagskonur munu setja upp saumaverkstæði - og aðstoða gesti og gangandi við að gera við fötin sín. 
    • Einnig verður hægt að komast í saumavél og gera við sjálf/ur  
  • Fataskiptimarkaður – þar sem gestum er boðið að mæta með vel með farnar flíkur sem ekki eru í notkun og fá aðrar í staðinn.
  • Flóamarkaður - viltu losa þig við gamalt og styrkja gott málefni í leiðinni? 
  • Sýning á flíkum sem hafa verið endurunnar, frá nemendum á fataiðnbraut Tækniskólans. Sýning og sala á fleiri sniðugu sem er endurunnið og umhverfisvænt.
  • Kynningar á umhverfisvænum vörum.

Allir velkomnir 
Kaffi og vöfflur að hætti kvenfélagskvenna

Sjá viðburðinn á facebook.> https://www.facebook.com/events/342959506264253/

 

Hversvegna vitundarvakning um fatasóun?

Norrænir neytendur kaupa árlega 365.000 tonn af nýjum fötum og heimilistextíl (handklæði, rúmföt, dúkar, gluggatjöld o.fl.) Íslendingar versla 17 kg af vefnaði á ári! Það er mjög mikið!  Textíl er í 4. sæti yfir þau atriði í athöfnum manna sem hafa mest áhrif á umhverfið (aðeins samgöngur, matur og húsaskjól eru ofar á listanum). Endurnotkun og endurvinnsla geta dregið úr þessum áhrifum. Gæði fatnaðar sem er safnað og fargað á Norðurlöndunum eru mikil.

Hvað þurfum við að gera?

Hættum að kaupa föt sem við þurfum ekki að nota.

Gerum við eða breytum og lengjum þannig líftímann.

Kaupum notuð föt. 

Kaupum endingargóð föt.

Hugsum áður en við hendum fatnaði og textílvörum .

  • Notum þau lengur og notum þau aftur og aftur og aftur....
  • Komum þeim til annara

Breytum hugarfarinu og hættum að sóa!