Betra inniloft og varnir gegn of háu rakastigi.

Betra inniloft og varnir gegn of háu rakastigi.

Við að elda fyrir fjögurra manna fjölskyldu myndast um 2,5 lítrar af vatni á sólarhring og að fara í sturtu getur bætt 250 ml af vatni í inniloftið fyrri hvert skipti. Ef loftræsing er ekki nægileg getur uppgufað vatn sest á veggi og loft sem eykur hættu á því að einangrun blotni, málning flagni og að mygla myndist. 

Til að varna gegn of háu rakastigi  ætti að auka loftræsingu eða hreyfingu lofts með því að opna hurðir og/eða glugga, nota viftur eftur þörfum.  Hafa skal baðherbergisviftu í gangi eða opna glugga þegar farið er í bað eða sturtu. og nota útsogsviftu eða opna glugga þegar eldað er, þegar uppþvottavélin er notuð eða þegar vaskað er upp. 

Þegar notaðar eru viftur er nauðsynlegt að halda þeim hreinum, til að hámarka afkastagetu þeirra.   

Hér eru leiðbeiningar um þrif á baðherbergisviftunni:  http://bit.ly/2qS5ApZ

Hér er leiðbeiningar um þrif á eldhúsviftunni: http://bit.ly/2ppPC9i