Blóm

  • Banner 910x180 grænmeti
  • Banner 910x180 Eldadurollu 03

Hvítar rákir á skónum

þann .

sítróna

Hvítar rákir á skóm eru algengar á þessum tíma.

Gott ráð er að nudda skóna með sítrónubita.

Sýran í sítrónunni kemur í veg fyrir að hvít rönd komi. Leðrið er sútað í saltpækli áður en skórnir eru búnir til og ef þeir fá á sig vatn leitar saltið fram. Það er því ekki saltið sem er borið á göturnar sem myndar hvítar rendur.

Vantar þig jólagjöf ?

þann .

Við seljum gjafabréf á matreiðslunámskeiðið, Eldað úr öllu með Dóru og kvenfélögunum.

Námskeiðið kostar 5.000 og er ein kvöldstund (4-5 klukkustundir). Allir elda og snæða saman.

Gjafabréf

Handhafi þessa bréfs er boðið á matreiðslunámskeið

Eldað úr öllu með Dóru og kvenfélögunum.

Námskeiðið er hluti matarsóunarverkefnis sem Landvernd, Vakandi og Kvenfélagasamband Íslands standa að.

Næstu námskeið verða 15. og 21. janúar 2015

Allar upplýsingar eru hjá Leiðbeiningastöð heimilanna, www.leidbeiningastod.is eða í síma 552 1135

Ertu að henda peningum í ruslið?

þann .

 

Það sem hægt er að gera við mat sem liggur undir skemmdummatur í ísskáp

-flestar mjólkurvörur má frysta

-snöggsjóða og frysta grænmeti t.d. blómkál, brokkolí og gulrætur.

-fersk salat (niðurskorið) sem hefur linast má setja í kalt vatn í 30 mín. til að fríska upp á það

-setja í edikslög eins og gúrkur og hvítkál

-grilla paprikur og setja í olíu

-paprikur má setja beint í frysti

-tómatana má sjóða í tómatsósu eða kraft og frysta

-sósuafganga er gott að frysta

-ávexti má sjóða niður, sulta úr þeim eða nota í bakstur

- Soð af kjöti eða fiski má frysta í teningum og nota eftir þörfum í súpur eða sósur

-ostaafganga er gott að rífa niður og frysta.

Mikilvægt er að ganga alltaf fljótt frá afgöngum af heitum mat í kæli eða fyrsti og þannig að hann sé aðgengilegur til notkunar.